Söngleikurinn Xanadú

Um viðburðinn

Nemendamótsnefnd Verslunarskóla Íslands kynnir söngleikinn Xanadú. Söngleikurinn fjallar um Svenna Máson, sveitalúða sem hefur misst alla trú á hæfni sinni til þess að skapa list. Þegar Svenni er á barmi þess að fremja sjálfsmorð birtist honum gyðja í gervi ungrar stúlku sem kallar sig Kría. Ætlunarverk Kríu hér á jörðu er að veita Svenna innblástur, og hljóta þannig hin æðstu verðlaun Xanadu. Systur Kríu, þær Melpómena og Kallíópa líst þó ekkert á það að Kría fái Xanadu verðlaunin og reyna allt til þess að koma í veg fyrir það. 

Söngleikurinn var fyrst settur upp á Broadway árið 2007 og fékk mun betri móttökur en kvikmyndin. Hann inniheldur lög hinnar heimsfrægu hljómsveitar ELO, Electric Light Orchestra. Þar má nefna All over the world, Strange Magic, Evil Woman og að sjálfsögðu Xanadu. 

Listrænir stjórnendur: 

Leikstjóri og danshöfundur: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir
Tónlistar- og söngstjóri: Margrét Eir
Aðstoðar leik- og dansstjóri: Þórey Birgisdóttir
Ljósahönnuðir: Jóhann Friðrik Ágústsson og Karl Sigurðsson
Hljóðmynd: Þórður Gunnar Þorvaldsson
Grafísk hönnun: Elmar Þórarinsson
Þýðing handrits og söngtexta: Heiðar Sumarliðason
Leikmynd: Kristinn Arnar Sigurðsson