Matarboð og mindful eating

Um viðburðinn

Á þessu námskeiði fá þátttakendur fræðslu um hugmyndafræði mindful eating og einstakt tækifæri að læra verkfæri núvitundar í praksís meðan þeir gæða sér á gómsætri kvöldmáltíð sem kokkar Kaffi Laugalæks töfra fram úr eldhúsinu.

Næring í núvitund eða mindful eating hefur tekið landann með trompi undanfarin misseri enda einfalt og öflugt verkfæri til að njóta og nálgast mat með góðri samvisku.

Á þessu námskeiði er áhersla á sálfræðilega nálgun á mataræði með hugarfarsbreytingu, frekar en einungis að breyta hegðun eins og flest matarplön gera ráð fyrir.

Þú öðlast færni í að nálgast mat sem nærir og gleður, frekar en að forðast mat.

Hæfni til að gera heilsusamlegt mataræði að lífsstíl og njóta óhollustu án samviskubits

Jafnframt færðu sálfræðileg verkfæri fyrir hug og hegðun til að tileinka þér jafnvægi, fjölbreytni og hófsemi í mat.

Kennt er eftir hugmyndafræði ‘Mindful eating’ og hugrænni atferlismeðferð.

Verð: 8.000 kr sem greiðist fyrirfram til að tryggja þátttöku.

Þátttakendur fá:

- Ljúffenga kvöldmáltíð í boði Laugalæks
 -Kennslugögn og námsefni til að taka með heim.
- Leiðbeiningar um vítamín, fæðubótarefni og bætiefni sem bæta lífsgæði og heilsu.
- Fræðslu um hugmyndafræði og kenningar núvitundar
- Möguleiki á eftirfylgni eftir námskeiðið og dýpri einstaklingsmiðaðri samtalsmeðferð.