Jóganámskeið

Um viðburðinn

Um jóganámskeiðin

Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar um jóganámskeið Heilsu og Spa árið 2019.
Með því að ýta á hnappinn KAUPA MIÐA koma öll námskeiðin upp og hægt er að kaupa hvert fyrir sig.
ATH. Takmarkaður fjöldi kemst að á hvert námskeið.

Hlýtt og kröftugt morgunjóga með kaffi og morgunmat
Mánudaga og miðvikudaga
7. jan - 31. jan
Frá kl. 06:45 til 07:45

Kröftugir morguntímar til þess að koma þér í gang fyrir daginn. Tímarnir eru í volgum sal og boðið er uppá kaffi og léttan morgunmat eftir tímann.

Athugið að einnig er hægt að mæta í salinn á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum til eigin iðkunar, en þá er ekki jógakennari til staðar.

Mánaðarkort gilda í  Morgunjóga.

Kennari: Elvar Guðmundsson


Styrkar stoðir
Mánudaga og miðvikudaga
7.jan - 30.jan
Frá kl. 12:00 til 12:50

Jóganámskeið í volgum sal með með áherslu á stoðkerfið.

Lokað námskeið þar sem áhersla er lögð á að að styrkja bak- og kviðvöðva og vinna út frá eðlilegu hreyfimynstri hryggjarins með heilsueflandi jógaæfingum. Tímarnir eru byggðir rólega upp þar sem líkaminn er hitaður upp innanfrá með mjúku flæði og stöðum (Asanas). Í hverjum tíma er svo einnig unnið með djúpar teygjur með það að markmiði að losa um stífa vöðva og liðbönd sem haldið geta líkama í gíslingu. Til þess að ná enn meiri liðleika nýtum við rúllur og bolta til að fullkomna losun á stífum vöðvum.

Unnið er að því að líkami, hugur og öndun verði eitt á dýnunni en svo endar tíminn á góðri slökun og smá dekri sem er rúsínan í pylsuendanum.

Mánaðarkort gilda í Styrkar stoðir.

Kennari: Guðrún Bjarnadóttir.


Svefnnámskeið með jóga
Mánudaga
7.jan - 28. jan
Frá kl. 16:15 til 17:30

Svefnnámskeið fyrir þig sem hefur upplifað svefnleysi í lengri tíma. Námskeiðið byggir á samtölum og fræðslu um svefn og svefnvenjur auk þess sem allir þátttakendur þurfa að fylla út svefndagbók fyrir hvern dag. Hverjum tíma líkur með mýkjandi og róandi jógaæfingum auk öndunaræfinga sem hafa róandi áhrif á taugakerfið. Námskeiðið stendur yfir í 4 vikur og getur verið talsvert krefjandi. Hringt er í alla sem skrá sig á námskeið áður en námskeið hefst til þess að skýra nánar eðli námskeiðsins, kröfur þess og væntanlegs ávinnings. 

Verð:  kr. 20000.- fyrir 4 skipti, auk aðgangs að öllum jógatímum og spa.

Kennari er Briet Birgisdóttir, jógakennari og hjúkrunarfræðingur. Þessi námskeið eru nýjung hjá Heilsu og Spa en Bríet hefur haldið þessi námskeið með góðum árangri í Noregi fyrir fólk með svefnvanda.


Hamingjujóga 2-3
Mánudaga og miðvikudaga
7.jan - 30.jan
Frá kl. 17:45 til 19:00

Námskeiðið er fyrir vana jógaiðkendur sem vilja halda áfram og dýpka jógaiðkun sína. Hér erum við að fást við djúpar og krefjandi stöður eins og upp-niður stöður, herðastöður jafnvægisstöður og bakfettur.  Við munum einning kynna heimspeki jóga og hvernig við hún styður við okkur bæði á og utan jógamottunnar. Kennt er í anda YogaWorks sem leggur áherslu á skynsama röðun æfinga öryggi nemenda. Notaðar eru blokkir, teppi, belti og stólar í tímunum eftir þörfum til þess að kenna nemendum að virkja líkamann rétt í stöðunum. 

Mánaðarkort gilda í Hamingjujóga.

Kennari: Bríet Birgisdóttir


Hamingjujóga 1 (byrjendanámskeið)
Mánudaga og miðvikudaga
7. jan - 30.jan
Frá kl. 19:15 til 20:15 

Á námskeiðinu munum við skoða hvað í lífinu hefur áhrif á lífshamingju okkar og hvernig við getum ræktað hana áfram, bæði útfrá vísindalegum grunni og jógafræðunum.

Á námskeiðinu verður unnið með ákveðið þema í hverri viku bæði á jógamottunni og utan hennar, einnig vinnum við með létt og skemmtileg verkefni tengdu þema vikunnar.

Jóga hefur þá sérstöðu framfyrir margar aðrar athafnir (íþróttir) að hafa einstaklega góð áhrif á taugakerfið um leið og unnið er á virkan hátt með sjálfann líkamann. Jóga styrkir vöðva líkamans, bætir jafnvægið og eykur mýkt.

Markmið námskeiðsins er að gefa þér innsýn inn í heim jóga og hvernig það að stunda jóga getur styrkt þig að innan sem utan. Síðast en ekki síst vonum við að þú fáir fleiri verkfæri til að öðlast meiri færni í að hlúa að því mikilvægasta sem þú átt, þinni eigin hamingju!

Mánaðarkort gilda í hamingjujóga.

Kennari: Bríet Birgisdóttir


Mýkt og styrkur
Þriðjudaga og fimmtudaga
8. jan - 31.jan
Frá kl. 12:00 til 12:50

Jóganámskeið fyrir þig sem villt nota hádegið til að fá blóðrásina í gang og virkja líkamann. Tíminn er byggður á YogaWorks hugmyndafræðinni þar sem leitast er við að kenna jógastöðurnar af öryggi og þekkingu til þess að þú upplifir jafnvægi á líkama og sál í lok tímans. Námskeiðið henta jafnt byrjendum sem lengra komnum.

Mánaðarkort gilda í Mýkt og styrk.

Kennari: Elín Jónsdóttir


Kjarnajóga
Þriðjudaga og fimmtudaga
8. jan - 31. jan
Frá kl. 16:30 - 17:30

Jógaflæði og teygjur fyrir stífar axlir og mjaðmir. Í jógaflæði eru mjög styrkjandi æfingar sem auka einbeitingu með því að stilla saman öndun og hreyfingu. Tilvalið fyrir skrifstofufólk/kyrrsetufólk. Allir jógatímar enda með góðri slökun.

Tíminn er byggður á YogaWorks hugmyndafræðinni þar sem leitast er við að kenna jógastöðurnar af öryggi og þekkingu til þess að þú upplifir jafnvægi á líkama og sál í lok tímans.

Kennari: Ásta Þórarinsdóttir

Mánaðarkort gilda í kjarnajóga


Jóga +
Þriðjudaga frá kl. 19.00 til 20.00
Laugardaga frá kl. 11.00 til 12.00
15.jan - 9. feb

Jóga + er jóganámskeið fyrir þig sem hefur verið að kljást við ofþyngd lengi og hefur átt efitt með að finna hreyfingu sem hentar þér og langar til þess að iðka jóga. Tímarnir eru að mestu leiti kenndir á stól, við vegg eða standandi á gólfi og henta því vel þeim sem eiga erfitt með að standa upp og niður af gólfi. Tímarnir byggjast upp á öndunaræfingum og slökun auk liðkandi og styrkjandi jógaæfinga. 

Jóga + eru lokaðir tímar.

Kennt er á þriðjudögum kl. 19:00-20:00 og laugardögum kl. 11:00-12:00.

Kennarar eru Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur og heilsuráðgjafi hjá Klíníkinni og Sesselja Konráðsdóttir jógakennari, einkaþjálfari og kennari.


Meðgöngujóga
Mánudaga og miðvikudaga
16.jan - 13.feb
Frá kl. 16:30 til 17:30

Meðganga og fæðing er án efa eitt stærsta verkefni í lífi hverrar konu sem velur að eignast barn. Bæði líkaminn sjálfur og hormónakerfi hans verða fyrir miklum breytingum á meðgöngunni sem oft hefur mikil áhrif á líðan kvenna og upplifun þreirra af meðgöngunni. Vellíðan móður á meðgöngu hefur einnig áhrif á hið ófædda barn, þess vegna er mikilvægt að ófrískar konur hlúi vel að heilsu sinni alla meðgönguna. Í meðgöngujóga er unnið markvisst með líkamann, styrkleika, liðleika, slökun, tengingu móður við barn og öndunaræfingar..

Markmið meðgöngujóga er að:
Þekkja sinn eigin líkama og taka tillit til hans og vinna með grindarbotninn (með fæðinguna í huga).
Læra um góðar slökunarstöður (misjafnt hvað hentar hverri konu, og á hvaða tímabili meðgöngunnar).
Læra og þjálfa öndunaræfingar sem koma að góðum notum við fæðinguna.
Kynnast öðrum barnshafandi konum, styrkja hverja aðra og læra af hverri annarri.
Finna kraftinn sem þú býrð yfir- hann er magnaður.

Meðganga og fæðing er án efa eitt stærsta verkefni í lífi hverrar konu sem velur að eignast barn. Bæði líkaminn sjálfur og hormónakerfi hans verða fyrir miklum breytingum á meðgöngunni sem oft hefur mikil áhrif á líðan kvenna og upplifun þreirra af meðgöngunni. Vellíðan móður á meðgöngu hefur einnig áhrif á hið ófædda barn, þess vegna er mikilvægt að ófrískar konur hlúi vel að heilsu sinni alla meðgönguna. Í meðgöngujóga er unnið markvisst með líkamann, styrkleika, liðleika, slökun, tengingu móður við barn og öndunaræfingar.

Heilsa og spa er með góðan jógabúnað (teppi, blokkir, belti, bólstra og jógastóla) sem er notaður til að auka vellíðan og stöðugleika í öllum æfingum. Ekki er æskilegt að hefja jóga fyrir viku 12, en svo lengi sem þér líður vel getur þú mætt í jóga alveg fram að fæðingunni. Ef þú ert ekki viss um að jóga henti þér, vegna einhverra kvilla eða vandamála sem tengjast meðgöngunni er mikilvægt að þú ráðfærir þig við ljósmóður eða lækni áður en þú skráir þig á námskeiðið.

Ljósmóðir kemur í lok námskeiðsins með nytsama fræðslu um meðgönguna og fæðinguna.

Takmarkaður dýnufjöldi!

Kennari: Hildur Holgersdóttir


Qigong
Föstudaga frá kl. 17:15 til 18:15
11.jan - 8.feb.

Qigong er byggt á mjúkum hreyfingum í takt við öndun, það minnir þannig á hreyfingar jóga og lögð er áhersla á einbeitingu hugans á meðan æfingum stendur. Flestir sem stunda Qigong upplifa djúpa ró og tengingu við sjálfan sig.

Kennari er: Michael Farai Qi Gond,Tai Qi og Jógakennari.

ATH. kennsla fer fram á ensku.

Mánaðarkort gilda í Qigong  auk aðgangs að öllum jógatímum og spa.


Yin jóga
Þriðjudaga frá kl. 17:45 til 18:45
Sunnudaga frá kl. 16:30 til 17:30 í sambnald við Restorative joga

Yin jóga hjálpar okkur að auka liðleika og einbeitingu, bætir orku og styrkir líkamsvitund. Í Yin jóga er unnið út frá hefðbundnum jógastöðum en þeim haldið í lengri tíma sem getur verið mjög krefjandi. Með því að gefa líkamanum rými til að fara dýpra í stöður ná bandvefir að mýkjast og losa um uppsafnaða spennu. Tímarnir henta lang flestum og teppi, púðar og kubbar eru notaðir til að hjálpa til við stöðurnar.

Yin jóga kennari: Ásta Þórarinsdóttir

Mánaðarkort gilda í Yin jóga/Restorative tíma  auk aðgangs að öllum jógatímum og spa.