Þorrablót Víkings 2019

Um viðburðinn

Þorrablót Víkings!

Þorrablót Vikings föstudaginn 8 Febrúar 2019 til styrktar BUR (Barna-og Unglingastarfi Vikings)
Skemmtiatriði, matur og dansiball

Ari Eldjárn kemur og skemmtir okkur, svo mun Stuðlabandið halda uppi stemningunni á ballinu.  Þeir munu fá til sín gestasöngvara til að taka nokkur vel valin lög og er það enginn annar en góðkunningi okkar Víkinga hann Frikki Dór.

Miðaverð er 10.500 krónur, matur og ball.
Takmarkað magn miða er í boði og því hvetjum við  ykkur til að kaupa miða sem fyrst þar sem uppselt varð í fyrra.

Að sjálfsögðu er enginn annar en þorrakóngurinn sjálfur í Múlakaffi sem sér um þorrahlaðborðið.  Þeir sem ekki borða þorramat þurfa ekki að hafa áhyggjur því einnig verður í boði glóðarsteikt lambalæri ásamt meðlæti og nautapottréttur með brauði og salati.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Barna – og unglingaráð Víkings

Áfram Víkingur!