Er eitthvað öruggt í stafrænum heimi?

Um viðburðinn

Það eru yfirgnæfandi líkur á því að þú hafir heyrt af eða orðið fyrir tölvuárás þar sem gögn frá einstaklingum, fyrirtækjum, viðkvæmar upplýsingar stjórnvalda eða stofnana eru oft skotmarkið. Í heimi stafrænna gagna hafa tölvuárásir margfaldast og hættan á að upplýsingar komist í hendur aðila sem geta misnotað þær aukist til muna. Tæknin sem hefur einfaldað samskipti og lífið okkar hefur aðra dekkri hlið sem hægt er að misnota með nokkrum klikkum. 

Einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld verða að staldra við og spyrja sig, hvort eitthvað sé í raun öruggt í hinum stafræna heimi?

Opin Kerfi stendur fyrir ráðstefnu þar sem erlendir og innlendir sérfræðingar ræða um netöryggi á tímum hinnar stafrænu byltingar. Á ráðstefnunni verða netöryggismál rædd frá sjónarhorni stjórnvalda, einstaklinga og fyrirtækja. Aðalframsögumaður ráðstefnunnar er Pablos Holman heimsþekktur fyrrverandi hakkari sem vinnur m.a. fyrir Bill Gates. Ennfremur mun Laura Galante halda framsögu en hún er þekktur alþjóðlegur netöryggisráðgjafi sem hefur hún unnið fyrir fjölda þjóðríka í varnar og öryggismálum.  

Um er ræða mjög áhugaverða ráðstefnu þar sem reynt verður að varpa ljósi á stöðu netöryggismála á Íslandi, stefnu og skipulag stjórnvalda í þessum málum, netöryggi helstu inniviða samfélagsins og framtíðarþróunina á þessu sviði.

Staðsetning: Grand Hótel, Gullteigur A/B
Dagskrá:

ER EITTHVAÐ ÖRUGGT Í STAFRÆNUM HEIMI?

Frá: 8:00
Móttaka
Skráning og morgunverðarhlaðborð

Fundarsetning
Þorsteinn Gunnarsson,
Forstjóri Opinna Kerfa

Dagskrá og kynning
Fundarstjóri Helga Arnardóttir,
býður gesti velkomna og kynnir dagskrá ráðstefnunnar

Digital warfare keeping a nation cybersafe
Laura Galante
Cyber spying, national-level hacking, information leaks, fake news, and manipulation. To Laura, cybersecurity—and cyber literacy are indispensable tools for any government or corporation.

Aðgerðir stjórnvalda til að efla netöryggi, bæði hjá hinu opinbera og í samfélaginu almennt.
Dr. Sigurður Emil Pálsson
Formaður Netöryggisráðs

Never safe in a digital world: experiences and lessons from the front lines.
Theodór Ragnar Gíslason
Cofounder and CTO hjá Syndis

Löggæsla í Stafrænum Heimi
Jónas Ingi Pétursson
Fjármála- og upplýsingtæknistjóri hjá Ríkislögreglustjóra

Frá: 10:10 Til: 10:30
Kaffihlé

Frá: 10:30

Your business has been hacked - now what? Immediate- and long term responses.
Kristinn Guðjónsson
Google Detection and Response Team Lead

Ný heimsmynd:
Áskoranir á sviði persónuverndar í stafrænum heimi

Helga Þórisdóttir
Forstjóri Persónuverndar

A hacker's view of a digital future

Pablos Holman, Keynote

A futurist, inventor, and notorious hacker with a unique view into breaking and building new technologies. He is currently is consulting worldwide on invention and design projects that assimilate new technologies – making wild ideas a bit more practical.

His audiences have been captivated on how he exposes the digital vulnerabilities of daily life and how his experience of e.g. hacking into a hotel‘s card details storage system through a TV reveals how the digital world at times leaves us defenseless.

Frá: 11:30 Til: 12:00
Pallborðsumræður
Staða mála, framtíðarsýn og áherslur í net og upplýsingaöryggi með þátttöku fyrirlesara.

Stjórn umræðna, Helga Arnardóttir