Tímamótahús í Garðabæ

Um viðburðinn

Pétur Ármannsson fer yfir feril arkitektsins Högnu Sigurðardóttur (1929-2017).

Námskeiðið hefst í Hönnunarsafninu með fyrirlestri og lýkur með leiðsögn á Bakkaflöt í húsi eftir Högnu.

Húsið eftir Högnu við Bakkaflöt hefur verið valið eitt af 100 merkustu byggingum 20. aldar í norður- og miðhluta Evrópu, í tengslum við útgáfu alþjóðlegs yfirlitsrits um byggingarlist 20. aldar.

Fjöldi þáttakenda takmarkast við 15 manns.