Hefðbundin bandarísk þakkargjörð

Um viðburðinn

Laugardaginn 17. nóvember verður Þakkargjörðarhátíð Félags fyrrverandi Fulbright styrkþega haldin í veislusal Þróttar að Engjavegi 7. 

Innifalið í miðaverði:
Fordrykkur
3ja rétta hefðbundin þakkargjörðarveisla með öllu
Einn happadrættismiði í glæsilegu happadrætti FFSÍ

Happadrættismiðar verða einnig til sölu á staðnum sem hluti af fjáröfluninni. Hátíðin er þekkt fyrir einstaklega glæsilega vinninga, en í ár gefa m.a. Baccalá Bar Hauganesi, Bláa Lónið, Costco, Ensku húsin, Feel Iceland, Geo Sea Húsavík, Glacier Adventures, Holt Inn Sveitahótel, Húsavík Adventures, Icelandair, Icelandair hótel, Ice Guide, Icelandic Fish and Chips, Íshestar, Íshúsið pizzeria, Lamb Inn Öngulsstaðir, Milk Factory Guesthouse, Nathan & Olsen, Nói-Síríus, Ottó matur og drykkur, Smart Socks, Smyrlabjörg Guesthouse, listakonan Sossa vinninga, Special Tours og Sláturfélag Suðurlands. 

Ræðumenn kvöldsins:
Jill Esposito, staðgengill sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi
Fannar Freyr Ívarsson, lögmaður og fyrrverandi FFSÍ styrkþegi

Allur ágóði rennur til Fulbrightstyrkja fyrir íslenska námsmenn. 

Þar sem drykkir eru ekki seldir á staðnum er gestum boðið að hafa veigar og drykki meðferðis. 

Athugið að í fyrra seldust miðar upp, þannig að við hvetjum fólk til að kaupa miða sem fyrst!