FUBAR danssýning eftir Siggu Soffíu

Um viðburðinn

Mögulega besta danssýning menningarsögunnar" Eiríkur Örn. starafugl.is

FUBAR er dansverk eftir Siggu Soffíu unnið í samstarfi við Jónas Sen tónskáld. Verkið byrjar á 35 mín sögustund og svo er dansað í 35 mín. Sýningin er blanda af uppistandi, dansi, söng og tónlist. FUBAR var frumsýnt í Reykjavík í Gamlabíói, sýnt  á Airwaves´16 og síðan þá verið sýnt 28x víða um land. FUBAR fékk frábærar viðtökur gagnrýnenda um allt land auk tveggja tilnefninga til Grímuverðlaunanna 2017: Jónas Sen fyrir tónlist ársins og Sigga Soffía sem dansari ársins. 

"Sigríður er ofsafenginn dansari sem hefur ekki bara impónerandi ægivald yfir líkama sínum heldur ekki síður magnaða tilfinningu fyrir uppbyggingu, skáldskap, ljóðrænu, tónlist og drama. Hún er dágóð leikkona, frábær sagnamaður og með fallega söngrödd, hefur til að bera kynþokka rokkstjörnu og tímasetningar góðs uppistandara. Tónsmíðar Jónasar eru til mikillar fyrirmyndar, þjóna sínu hlutverki vel, þótt þær myndu kannski ekki njóta sín jafn vel án umgjarðarinnar – grunar mig – en umgjörðin ekki heldur án þeirra, þetta eru allt púsl í sömu heildinni og allt passar fallega saman. Þá er fallegt að sjá hann dansa með Sigríði, það undirstrikar þema sýningarinnar, þennan berskjaldaða en tígulega vandræðaleik."

" sýningin virkar á mann sem aristótelísk heild með uppbyggingu, risi og jafnvel einhvers konar uppgjöri – Sigríður Soffía hreinlega lifir af til að dansa annan dag – eða jafnvel enn fremur sem nokkrar samþræddar aristótelískar heildir, sem saman segja sögu af lífsþrá og óttanum við afskræmingu, þjáningu og dauða." Eiríkur Örn, starafugl.is

Verkið er framleitt af Níelsdætrum í samvinnu við Menningarsjóð VÍB og Reykjavíkurborg.