Heilsunámskeið Röggu Nagla og Ásdísar Grasa

Um viðburðinn

Hvað er hollt? Hvað er ekki hollt? Hvað má ég borða? Hvað má ég ekki borða? Hvað er fitandi? Hvað er ofurfæða Ertu ruglaður í skallanum innan um öll skilaboðin? Ráfandi um heilsurekkana í örvæntingu. Áttavilltur um hvað bætir heilsuna. Örvæntu eigi... því hjálpin er innan seilingar.

Heilsunámskeið Röggu Nagla og Ásdísar Grasa. Ragnhildur Þórðardóttir, heilsusálfræðingur og Ásdís Ragna Einarsdóttir, grasalæknir, leiða þig í gegnum frumskóg heilsuvara og bætiefna á þessu stórskemmtilega kvöldi.

Hvernig er hægt á einfaldan hátt að kúpla inn hollari matvöru og bættum matarvenjum án þess að þurfa doktorsgráðu, og tapa glórunni í misvísandi skilaboðum miðlanna.

Eftir kvöldið ertu vopnaður þekkingu og sjálfstrausti fyrir næstu bæjarferð og pillar úr heilsuhillunum þær vörur sem bæta þína heilsu og styðja við þín gildi og markmið. Allir fá andvirði aðgangseyris í veglegum gjafapoka með allskonar heilsustöffi frá NOW, Himneskri hollustu, og fleiri spennandi framleiðendum.

Alls konar gómsætt og nærandi heilsusmakk verður í boði fyrir svanga maga og forvitna munna.

En umfram allt bara gleði, gleði, gleði! Konur og kallar.


now-logo

now-logo