Jólahlaðborð og 5 stjörnu ABBA sýning Gunna Þórðar

Um viðburðinn

Jólahlaðborð og 5 stjörnu ABBA sýning Gunna Þórðar á Hótel Grímsborgum.

Gunnar Þórðarson hefur sett margar sýningar á svið og sú vinsælasta var ABBA sýning tíunda áratugarins á skemmtistaðnum Broadway sem gekk fyrir fullu húsi á þriðja ár.

Hótel Grímsborgir bjóða með stolti til ABBA gleðisýningar undir stjórn Gunnars sem hefur fengið með sér úrvals listamenn.

Lagt er upp í sýninguna með þekktustu lög ABBA þar sem flestir geta sungið með.

Glæsilegt Jólahlaðborð í boði með girnilegu úrvali af heitum og köldum réttum þar sem matreiðslumeistararnir vinna aðeins með hágæða hráefni.

Ljúffengt Jólahlaðborð og frábær skemmtun - og einnig lúxus-gisting á einstökum stað.

Húsið opnar kl. 18:00