Ichi

Um viðburðinn

Hinn afar áhugaverði tónlistarmaður og hljóðfærasmiður Ichi frá Nagoya, Japan spilar í Mengi 5. júlí kl. 21:00.

Hann smíðar flest sín hljóðfæri sjálfur, þeirra á meðal eru bassi á stultum, blöðrupípa, Kalilafónn, trommu-skór og hattöskju-tromma. Borðtennisboltar, ýmis leikföng og hversdagslegir hlutir koma einnig við sögu.

Hann hefur spilað víðsvegar um Evrópu og Japan og á hátíðum á borð við Glastonbury, The Great Escape og End Of The Road.

Hann kemur fram einn síns liðs í Mengi með heilan helling af skemmtilegum hljóðfærum og hlutum og mega gestir jafnvel búast við því að standa upp og dansa með.

www.ichicreator.com

Húsið opnar kl. 20:30 - Miðaverð er 2.000 krónur.“