Anne Carson, Robert Currie, Ásta Fanney og Ragnar Helgi

Um viðburðinn

Anne Carson & Robert Currie
(+ Ásta Fanney og Ragnar Helgi)

Kanadíski fornfræðingurinn og skáldið Anne Carson, í félagi við samstarfsmann sinn Robert Currie, mun koma fram og lesa upp úr verkum sínum í Mengi kvöldin 29. og 30. júní. 

Seinna kvöldið (30. júní) flytja Anne og Robert ásamt vinum, verkið Uncle Falling, lýrískan fyrirlestur fyrir tvo ræðumenn og kór sem samanstendur af Gertrude Stein-um. Þar kemur ýmislegt til tals, meðal annars: Flugslys, svampar, elliglöp, vötn, ís og heimssýningar.

Gestir þetta kvöld eru Ásta Fanney og Ragnar Helgi.

Húsið opnar kl. 20:30 - Miðaverð er 2.500 krónur.