Fyrirlestur á ferðinni um Urriðaholts hverfið í Garðabæ

Um viðburðinn

Leiðsögn í rútu og á göngu.  Urriðaholt er fyrsta hverfið á Íslandi til að hljóta vistvottun samkvæmt vottunarkerfi BREEAM. Í hverfinu má finna fjölda einstaklega vel hannaðra fjölbýlishúsa. Við kynnum okkur skipulagið, heimsækjum valdar byggingar og hittum fólk sem býr í hverfinu.

Björn Guðbrandsson og Egill Guðmundsson, arkitektar hjá Arkís, sjá um leiðsögnina. Fjöldi þáttakenda takmarkast við tuttugu.