7 LEIÐIR TIL AÐ STYRKJA MELTINGARVEGINN

Um viðburðinn

7 LEIÐIR TIL AÐ STYRKJA MELTINGARVEGINN

Fókus manna hefur á síðari árum beinst að meltingarveginum og skilningur aukist á því sem Hippokrates vissi fyrir um 2.500 árum síðan – að heilsa líkamans ræðst að miklu leyti af ástandi hans.

Meltingarvegurinn er einn mikilvægasti vegur líkamans og því þarf að passa vel upp á hann svo hann skili starfi sínu vel. Á námskeiðinu fjallar Guðrún Bergmann um ótal þætti sem snúa að meltingarveginum og náttúrulegar leiðir til að vernda hann.

Á námskeiðinu fjallar hún um:

·         Meltingarveginn og mikilvægi hans
·         Áhrif Candida sveppasýkingar á þarma og ristil
·         Glútenóþol og áhrif þess á þarmatoturnar
·         Helsta ónæmisvarnarkerfi líkamans
·         Mikilvægi góðgerla í uppbyggingu þarmaflórunnar
·         Önnur næringarefni sem styrkja meltingarveginn
·         Fæðuna og mikilvægi hennar

Hvenær: 23. Janúar kl. 20:00-21:30
Hvar: Fundarsalur í húsnæði Icepharma, Lynghálsi 13
Verð: 4.900 kr.
Innifalið í verði: 1 glas af Probiotic 10 – 25 billion góðgerlum frá NOW og hljóðskjal með Morgunhugleiðslu leiddri af Guðrúnu
Takmarkað sætaframboð

Guðrún Bergmann hefur verið ötull talsmaður þess að fara náttúrulegar leiðir til að bæta heilsuna. Hún skrifaði ásamt Hallgrími Þ. Magnússyni heitnum bókina Candida sveppasýking, sem kom fyrst út árið 1993 og hefur frá þeim tíma í endurútgáfu selst í um tíu þúsund eintökum. Guðrún hefur skrifað 16 aðrar bækur, sem fjalla um sjálfsrækt og heilsumál.

Undanfarin þrjú ár hefur hún haldið HREINT MATARÆÐI námskeið sem byggja á hreinsikúr hjartasérfræðingsins Alejandro Junger. Þegar þetta er skrifað hafa 919 manns sótt námskeiðin.

now-logo
now-logo