Einfaldara Líf - Ráðstefna um minimalisma með Joshua Becker

Um viðburðinn

Um er að ræða ráðstefnu um minimalisma laugardaginn 17. febrúar 2018 milli kl. 13:00 og 16:00. Joshua Becker flytur tvo fyrirlestra, Living With Less: An Unexpected Key to Happiness og Finding Simplicity In A Culture of Consumption Eftir fyrirlestrana svarar fyrirlesarinn spurningum úr sal. Túlkun í gegnum þráðlausan túlkunarbúnað. Léttar kaffiveitingar.

Joshua Becker er áberandi rödd innan minimalisma-hreyfingarinnar sem er í raun viðbrögð við ofkeyrslu og neysluhyggju nútímans. Víða í þjóðfélaginu er aukinn áhugi á öllu sem einfaldar líf fólks og minnkar streitu.

Joshua Becker er metsöluhöfundur og hefur gefið út bækurnar Simplify, The More of Less og Clutterfree with Kids.

Hann er stofnandi Becoming Minimalist vefsíðunnar og hefur skrifað fyrir TIME, The Wall Street Journal, USA Today og Christianity Today.

Bloggið hans og bækur njóta mikilla vinsælda og hann kemur m.a. fram í myndinni Minimalism á Netflix.

Ráðstefnan fer fram í húsnæði Fíladelfíu, Hátúni 2, 105 Reykjavík.