Hefðbundin bandarísk þakkargjörð

Um viðburðinn

Hefðbundin bandarísk þakkargjörð

Að hætti Félags Fulbright styrkþega á Íslandi (FFSÍ)
Gefum til baka!
Laugardaginn 18.nóv. kl.18.30 í sal Kvenfélagassambands Íslands að Túngötu 14, Reykjavík. 

Allur ágóði rennur til Fulbrightstyrkja fyrir íslenska námsmenn í Bandaríkjunum

Innifalið í miðaverði:
Fordrykkur
3ja rétta hefðbundin þakkargjörðarveisla með öllu.
Einn happadrættismiði í glæsilegu happdrætti FFSÍ

Happdrættismiðar verða einnig til sölu á staðnum sem hluti af fjáröfluninni. Hátíðin er þekkt fyrir einstaklega glæsilega vinninga, en í ár gefa m.a. Icelandair, Bláa Lónið, Hótel Höfn, IceGuide, Hótel Rangá, Glacier Adventure, Borgarleikhúsið, Ölgerðin, Íshúsið pizzería á Höfn, Pakkhúsið á Höfn, Út í bláinn, Hali Guesthouse, 66°N, Smyrlabjörg Guesthouse, SS og Ó. Johnsen & Kaaber vinninga.

Öll velkomin!

Ræðumaður kvöldsins:

Jill Esposito, staðgengill sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.

FFSI heldur þakkargjörðarhátíðina í samstarfi við Fulbright stofnunina og sendiráð Bandaríkjanna.

* Þar sem drykkir eru ekki seldir á staðnum, er gestum boðið hafa veigar og drykki meðferðis.