Kokteil Workshop Apoteksins

Um viðburðinn

Kokteilworkshop á Apotekinu


Í haust býður veitingahúsið Apotek kitchen + bar upp á skemmtileg kokteila workshop – þar sem þátttakendur læra að búa til kokteila og para kokteila með mat.

Námskeiðin eru fullkomin fyrir bæði einstaklinga og hópa.
Um námskeiðin sjá Jónas Heiðarr og Orri Páll margverðlaunaðir kokteilbarþjónar Apoteksins.
Munu þeir bæði kenna réttu handtökin við gerð klassískra kokteila og leyniblöndurnar bak við verðlaunakokteila Apoteksins.
Smakkaðir verða kokteilar með réttum frá Apotekinu og farið yfir galdurinn að para saman kokteila og mat til að gera góða veislu enn betri.

Réttir sem eru smakkaðir
-BLEIKJA Á SALTBLOKK FRÁ HIMALAYA
-ÖND&VAFFLA
-KOLKRABBI
-LETURHUMAR&TÍGRISRÆKJA
-LAMBA KÓRÓNA

Námskeiðin verða haldin á fimmtudögum á milli 16 og 18 og kosta 6.900 kr. á mann.
Allar nánari upplýsingar má finna á http://apotekrestaurant.is/kokteil-workshop og í síma 551-0011.