Bjórfestival - Maine Beer Box

Um viðburðinn

Magnað bjórfestival í Sundahöfn. 

Íslensku bjórunnendum standa til boða að smakka yfir 75 bjórtegundir, frá um 40 brugghúsum í Maine auk þess sem öllum handverksbrugghúsum hérlendis hefur verið boðið að kynna sína bjóra á væntanlega stærsta bjórfestivali sem haldið hefur verið á Íslandi.  Festivalið verður haldið við höfuðstöðvar Eimskips við Sundahöfn. Það eru samtök handverksbjórframleiðanda í Maine fylki í Bandaríkjunum sem standa að hátíðinni með aðstoð Eimskips. Miðum fylgir veglegt smakkglas merkt viðburðinum.

Eimskip flytur Maine bjórinn til landsins í sérútbúnum gámi sem breytt hefur verið þannig yfir 75 bjórkrönum hefur verið komið fyrir í hlið hans.  

Vakin er athygli á að viðburðurinn er haldinn utandyra og gestir eru hvattir til að fylgjast vel með veðurspá og búa sig í samræmi við veður.

Allir þurfa að framvísa skilríkjum við innganginn auk miðans til að staðfesta að þeir séu 20 ára eða eldri.  Við minnum því alla á að hafa gild skilríki meðferðis. Öflug gæsla verður á svæðinu.

Almenningssamgöngur verða í boði og eru gestir hvattir til að nýta sér þær eða gera aðrar ráðstafanir til að komast til og frá svæðinu.  Bílastæði verða í nágrenninu, en munið: Eftir einn, ei aki neinn.

Þessi brugghús koma frá Maine:

Allagash Brewing Company
Atlantic Brewing Company
Austin Street Brewery
Barreled Souls Brewing
Baxter Brewing Company
Bear Bones Beer
Bigelow Brewing Company
Bissell Brothers Brewing
Boothbay Craft Brewery
D.L. Geary Brewing Company
Dirigo Brewing Company
Flight Deck Brewing
Fore River Brewing Company
Foulmouthed Brewing
Foundation Brewing Company
Funky Bow Brewery & Beer Company
Geaghan Brothers Brewing Company
Gritty McDuff’s Brewing Company
Gruit Brewing Co.
Liberal Cup Brewery
Liquid Riot Bottline Co.
Lone Pine Brewing Company
Maine Beer Company
Marshall Wharf Brewing Co.
Mason’s Brewing Company
Mast Landing Brewing Company
Monhegan Brewing Company
Norway Brewing Company
Oak Pond Brewery
Orono Brewing Company
Penobscot Bay Brewery
Rising Tide Brewing Company
Saco River Brewing
Sea Dog Brewing Co.
Sebago Brewing Co.
Shipyard Brewing Co.
SoMe Brewing Company
Threshers Brewing Co.
Tributary Brewing Co.
Tumbledown Brewing

Vinsamlegast athugið

20 ára aldurstakmark er á viðburðinn.